Infrarauður sauna poki - Way of Life

Rauðljósameðferð 101 - Náttúruleg leið að bættum árangri, heilsu og verkjastillingu

Hvað er rauðljósameðferð?

Rauðljósameðferð er meðferð sem er tiltölulega ný af nálinni og notar ákveðna birtutíðni til að framkalla víðtæk áhrif í líkamanum. Rétt eins og sólarljós hefur alls kyns heilsuávinninga í för með sér. Eins og að byggja upp melanín í húðinni (efnið sem gerir okkur brún) og rækta D vítamín búskapinn okkar, þá getur rauð birta haft sérstök áhrif á líkamann okkar og heilsu.

Flestar hefðbundnar Rauðljósameðferðir í dag innihalda annað hvort rauða eða infrarauða birtu, eða bæði á bilinu 610-990nm (nanometrar). Bylgjulengdirnar á þessu bili hafa verið mikið rannsakaðar undanfarin ár og sýnt fram á allskyns áhugaverða heilsuávinninga. 

 

Hvernig virkar rauðljósameðferð?

Infrarauðar bylgjulengdir ná í gegnum húðina og jafnvel inn að beini. Með því að varpa infrarauðu ljósi á líkamann hækkar líkamshitann þinn og örvar svitamyndun sem hjálpar líkamanum að losa úrgangsefni, óhreinindi og eiturefni úr kerfinu. Að auki stuðlar hitinn að auknu blóðflæði og vöðvaslökun

Aðrar rauðljósa bylgjulengdir (á bilinu 610-700nm) sem innihalda ekki infrarautt gegna einnig mikilvægu hlutverki en þessar bylgjulengdir efla hvatberavirkni frumnanna okkar í húðinni og ýta undir ATP framleiðslu eða orkuframleiðslu í frumunum. Þær efla blóðflæði og flutning næringarefna með aukinni framleiðslu á gas tegundinni nitur oxíði sem hefur æðavíkkandi áhrif á líkamann.

Þessar rauðljósabylgjulengdir örva einnig kollagen framleiðslu sem er ástæða þess að þessar meðferðir hafa notið svo mikilla vinsælda hjá þeim sem vilja öðlast unglegra útlit og vinna gegn hrukkum og algengum húðvandamálum. En aukin kollagen framleiðsla húðarinnar getur einnig hjálpað með ýmis húðvandamál, gróandi sár og fleira.

 

Hverjir eru heilsuávinningar rauðljósameðferð?

Bæði rauð og infrarauð meðferð býður upp á fjöldann allann af vísindalega viðurkenndum heilsuávinningum.

 • Afeitrun (Detox): Það að svitna er ein af skilvirkustu leiðum líkamans til að losa sig við óhreinindi, eitur- og úrgangsefni. Infrarauð meðferð hitar líkamann innan frá og ýtir undir svitaframleiðslu sem hjálpar þér að svitna út þungamálmum, óhreinindum og heilsuspillandi efnum sem við verðum fyrir í umhverfinu okkar.
 • Verkjastilling: Djúpi hitinn sem infrarauð meðferð framleiðir mýkir upp vöðva og léttir á liðverkjum. Meðferðin dregur einnig úr bólgum í líkamanum sem gerir meðferðina einstaklega áhrifaríka fyrir þá sem þjást af gigt eða öðrum langvarandi stoðkerfisverkjum ásamt íþróttafólki sem æfir stíft.
 • Betra blóðflæði: Rauðljósa og infrarauðar meðferðir auka blóðflæði sem efla bæði súrefnis og næringarflæði til vöðva, vefja og líffæra. Þetta stuðlar að hraðari endurheimt, aukinni orku og meiri vellíðan.
 • Streitulosun: Hitinn sem myndast útfrá infrarauðri meðferð hjálpar að slaka á öllum líkamanum og einnig huganum. Vörur eins og infrarautt sauna teppi og infrarauðir sauna klefar eru því frábærir kostir til að hjálpa þér að slaka betur á, draga úr streitu og njóta annarra ávinninga rauðljósameðferðar á meðan.
 • Fitutap: Infrarauð og rauðljósa meðferð getur hjálpað þér að eiga við aukakílóin með því að hækka púlsinn og örva efnaskipti líkamans. Meðferðin getur einnig stuðlað að niðurbroti fitufrumna og dregið úr appelsínuhúð.

 

Heimildir:
https://www.healthline.com/health/red-light-therapy#fa-qs
https://pubmed.ncbi.nlm.nih.gov/27635634/
https://www.ncbi.nlm.nih.gov/pmc/articles/PMC5523874/
https://pubmed.ncbi.nlm.nih.gov/37108257/

  Back to blog

  Leave a comment

  Please note, comments need to be approved before they are published.