Um okkur
Hugmynd sem kviknaði í heimsfaraldri

Rafn, Kristján og Marta, sameinast af ástríðu fyrir heilbrigðum lífsstíl og bættri vellíðan. Þó áhuginn hafi kviknað löngu áður, varð heimsfaraldurinn vendipunktur, þar sem hugmyndin að Way of Life varð til.

Þegar heimurinn stöðvaðist og óvissa tók við, fóru margir að einbeita sér meira að heilsu og spurningin vaknar:

Hvernig get ég tekið meiri ábyrgð á minni eigin heilsu?

Við sáum tækifæri

Markmiðið var að stofna fyrirtæki sem gerir hágæða heilsuvörur aðgengilegri fyrir Íslendinga, vörur sem við notum sjálf og treystum.

Árið 2022 varð Way of Life að veruleika með skýra framtíðarsýn: Að færa Íslendingum hreinar, áhrifaríkar, hágæða heilsuvörur án málamiðlana.

Hvað gerir okkur einstök?
  • Við veljum vandlega

    Ef við myndum ekki nota vöruna sjálf þá myndum við ekki selja hana.
  • Við forgangsraðum gæðum

    Náttúruleg innihaldsefni, án óþarfa aukefna, litarefna eða sætuefna.
  • Lausnir við nútíma áskorunum

    Vörur okkar styðja við náttúrulegan lífsstíl og vega upp á móti áhrifum nútíma umhverfis.

Ferðalagið hingað til

Frá því að við hófum starfsemi árið 2021 hefur Way of Life vaxið úr hugmynd í fyrirtæki sem þjónar þúsundum viðskiptavina um allt land.

Það sem skiptir okkur mestu máli eru þó ekki tölurnar, heldur áhrifin.

Sögurnar af fólki sem sefur betur, finnur fyrir meiri orku og líður almennt betur, hvetja okkur áfram.

Nútímalegar lausnir fyrir nútíma lífsstíl

Í hraðskreiðum og stressandi heimi nútímans er mikilvægt að geta stutt við eigin heilsu á einfaldan og árangursríkan hátt.

Við bjóðum upp á snjallar lausnir sem hjálpa þér að viðhalda jafnvægi, fylgjast með eigin líkama og bæta daglega vellíðan:

  • Snjallhringar - til að fylgjast með svefngæðum, hreyfingu, streitu og lífsstíl

  • Bláljósavörn - til að vernda gegn skjánotkun og styðja við heilbrigða svefngæði

Þetta eru vörur sem við notum sjálf á hverjum degi, vegna þess að þær virka og bæta líf okkar í raun og veru.

Hvert stefnum við?

Við erum rétt að byrja.

Markmið okkar er að halda áfram að bjóða upp á vörur sem bæta líf fólks til fulls og gera heilbrigðan lífsstíl aðgengilegan og aðlaðandi fyrir alla Íslendinga.

Heilsa er ekki lúxus. Heilsa er okkar náttúrulega ástand, þegar líkaminn fær það sem hann þarfnast.

Way of Life teymið

  • Rafn Franklin

    Stofnandi og forstjóri

  • Kristján Gilbert

    Meðstofnandi, Rekstrar- og samskiptastjóri

  • Marta Kristjónsdóttir

    Markaðsstjóri