M1: Sílesandi blóðsykursmælir
M1: Sílesandi blóðsykursmælir
Greiðsludreifing í boði með Netgíró
ULTRAHUMAN blóðsykursmælirinn hjálpar þér að snérsníða mataræðið þitt að þínum líkama!
Ultrahuman M1 er sílesandi blóðsykursmælir sem mælir blóðsykurinn þinn allan sólarhringinn í 14 daga samfellt svo þú getir hámarkað heilsu þína, bætt mataræðið og komið þér í topp form.
Lærðu inn á þinn líkama - engir tveir eru eins!
M1 er þinn áttaviti til framúrskarandi heilsu!
- Enduruppgötvaðu næringu og hvaða matvæli henta þínum líkama best
- Endurnýjaðu orkuna þína
- Bættu svefngæðin
Efnaskipti líkamans koma reglu á svefninn, matarlyst, líkamsþyngd og orku.
UPPGÖTVAÐU ÞÍN VIÐBRÖGÐ
Það er ekki aðeins eitt mataræði sem hentar öllum. Við erum öll einstök með mismunandi næringarþarfir og mismunandi getu til að vinna úr matvælum. M1 mælirinn sýnir þér hvernig þinn líkami bregst við mismunandi matvælum. Þannig getur þú sérsniðið mataræðið þitt að þínum líkama til að komast í betra form og upplifa bætta orku og heilbrigði.
MATARÆÐI
Þín uppáhalds fæða gæti verið að valda óhóflegum blóðsykurssveiflum sem skaða þína heilsu og draga úr daglegri orku þinni.
Efnaskiptin þín skipta sköpum fyrir heilsuna, því meira sem þú veist hvernig þinn líkami bregst við hinum ýmsu fæðutegundum því betur getur þú stjórnað vegferð þinni í átt að betri heilsu og auknum lífsgæðum.
ORKA
Ekki sætta þig við orkuleysi, heilaþoku eða óvelkomin aukakíló sem virðast aldrei haggast hvað sem þú reynir.
Það er ekki eðlilegt ástand.
Það er kominn tími til að skilja betur og læra hvaða fæða hentar þér best og ná framúrskarandi heilsu og fyrirbyggja alvarlega lífsstílssjúkdóma.
Deila
UPPGÖTVAÐU ÞÍN VIÐBRÖGÐ
Það er ekki aðeins eitt mataræði sem hentar öllum. Við erum öll einstök með mismunandi næringarþarfir og mismunandi getu til að vinna úr matvælum. M1 mælirinn sýnir þér hvernig þinn líkami bregst við mismunandi matvælum. Þannig getur þú sérsniðið mataræðið þitt að þínum líkama til að komast í betra form og upplifa bætta orku og heilbrigði.
MATARÆÐI
Þín uppáhalds fæða gæti verið að valda óhóflegum blóðsykurssveiflum sem skaða þína heilsu og draga úr daglegri orku þinni.
Efnaskiptin þín skipta sköpum fyrir heilsuna, því meira sem þú veist hvernig þinn líkami bregst við hinum ýmsu fæðutegundum því betur getur þú stjórnað vegferð þinni í átt að betri heilsu og auknum lífsgæðum.
ORKA
Ekki sætta þig við orkuleysi, heilaþoku eða óvelkomin aukakíló sem virðast aldrei haggast hvað sem þú reynir.
Það er ekki eðlilegt ástand.
Það er kominn tími til að skilja betur og læra hvaða fæða hentar þér best og ná framúrskarandi heilsu og fyrirbyggja alvarlega lífsstílssjúkdóma.
Algengar spurningar (FAQ)
Fyrir hvern er svona mælir?
M1 mælirinn er fyrir þá sem vilja efla eigin heilsu, vellíðan og árangur með því að fá innsýn í hvernig þeirra líkami bregst við mismunandi matvælum. Mælirinn er ekki hugsaður til að greina eða lækna sjúkdóma af neinu tagi.
Hvernig símtæki virka með mælinum?
M1 mælirinn/smáforritið styður við Iphone 7 og nýrri síma ásamt Android símum sem hafa NFC skanna, Android 5.0 eða nýrri uppfærslu og Google Play Store. Það er nauðsynlegt að virkja NFC í stillingum í símanum til þess að hann virki með mælinum.
Hversu lengi endist mælirinn?
Mælirinn er einnota. Hann endist í 14 daga og verður óvirkur eftir það. Blóðsykurs upplýsingarnar þínar verða hinsvegar alltaf aðgengilegar í appinu fyrir þig til að skoða. Mælirinn er því hugsaður sem ákveðinn "heilsuskóli" þar sem þú safnar upplýsingum í 14 daga um hvernig mismunandi matvæli, hreyfing, svefn, streita og aðrir lífsstílsþættir hafa áhrif á þinn blóðsykur.
Í kjölfar þessara 2 vikna getur þú notað upplýsingarnar til að sérsníða betur þitt mataræði og lífsstíl að þínum líkamsþörfum.
Er nál í mælinum sem fer inn í mig? Mun nálin sitja í handleggnum á mér?
Já og nei. Mælirinn er með hola nál sem er notuð til að búa til lítið gat í yfirborð húðarinnar (þú finnur lítið sem ekkert fyrir því). Í kjölfarið þræðist þunn blaðka í gegnum nálina og er komið fyrir undir húðinni þar sem hún verður þar til þú fjarlægir mælinn.
Má ég taka mælinn af mér á nóttunni?
Nei! Þegar mælirinn er kominn á ætti ekki að fjarlægja hann þar til hann rennur út 14 dögum seinna. Mælirinn verður óvirkur þegar hann er fjarlægður.
Má ég fara í sturtu og sund með mælinn?
Mælirinn er vatnsheldur svo það er ekkert mál að fara með hann í sturtu, bað, sund eða gufu. Ef þú syndir reglulega er þó gott að setja vatnsheldan glæran plástur yfir mælinn (fáanlegur í flestum apótekum).
Mig grunar að mælirinn minn sé gallaður, hvað geri ég?
Ef þig grunar að mælirinn þinn sé gallaður er best að hafa samband við "support" teymið í appinu í gegnum spjallþráðinn þar. Þar geta sérfræðingar greint um hvort galla sé að ræða. Stundum eiga sér stað "calibration" vandamál á mælunum sem er auðvelt að leysa úr. Ef mælirinn hinsvegar reynist vera gallaður skaltu hafa samband á netfangið bio@biohealth.is
Hef ekki enn notað mælinn. Er á 3 mánaða Holistic námskeiði og ætla að nota hann eftir að því líkur.
Virkilega flottar mælingar og mikið af gagnlegum upplýsingum. Mæli 1000% með
Sniðugt fyrir íþróttafólk, mæli með