Skip to product information
1 of 7

Bon Charge

Infrarauður sauna poki

Infrarauður sauna poki

Almennt verð 114.990 kr
Almennt verð Útsöluverð 114.990 kr
Tilboð Uppselt
Með vsk Shipping calculated at checkout.
LÁTA VITA ÞEGAR VARA ER Á LAGER

Greiðsludreifing í boði með Netgíró

Infrarauði sauna pokinn frá BON CHARGE er einstaklega vandaður poki. Hann hefur staðist SGS og ROHS öryggis- og gæðapróf, inniheldur ekki skaðleg efni og mælist með lægstu EMF (rafsegulmengun) á markaðnum. 

Pokinn er frábær leið til að njóta allra þeirra heilsuávinninga sem fylgja notkun á infrarauðri saunu án þess að þurfa að koma fyrir stórum og plássfrekum klefa heimafyrir.
Rannsóknir hafa sýnt að infrarauð sauna getur hjálpað með verki í liðum, losað um vöðvaspennu, flýtt endurheimt, ýtt undir heilbrigðari og fallegri húð og hreinsað eitur- og úrgangsefni úr líkamanum.

Þú getur notið þín í sauna pokanum í stofunni heima fyrir framan sjónvarpið, uppi í rúmi með góða hljóðbók eða á notalegum stað á gólfinu.

Þú einfaldlega dregur pokann fram, kemur þér vel fyrir inni í honum og nýtur þess að svitna í hitanum, brenna hitaeiningum og mýkja allann líkamann næstu 20-60 mínúturnar. 
Pokinn er einstaklega auðveldur í notkun og þrifum svo þú getur notað hann hvar og hvenær sem er.

Infrarautt sauna teppi hentar einstaklega vel fyrir íþróttafólk og þá sem stunda reglulega líkamsrækt, fólk með gigt og stoðkerfisverki, þá sem vilja stuðla að heilbrigðri húð, betri svefni, minni streitu og bættri alhliða heilsu. 

         

Hækkun líkamshitans í saunapokanum lætur líkamann framleiða ákveðin vellíðunarhormón sem léttir yfir þér og róar þig, svipað eins og eftir líkamsrækt. Hitinn og infrarauða ljósið í pokanum hjálpar þér einnig við að opna svitaholur, fjarlægja bakteríur á húðinni og dauða húð. Meðferðin virkar því eins og hálfgert "detox" sem skilar þér heilbrigðari og hreinni húð.

Infrarauða birtan í pokanum hefur einnig áhrif á dýpri lög húðarinnar og stuðlar að auknu blóðflæði. Þetta mýkir vöðva og liðamót og getur dregið úr ýmsum stoðkerfisverkjum.

View full details
  • Mýkri vöðvar

    Infrarauður hiti nær djúpt undir húðina og hjálpar við að mýkja stífa vöðva

  • Fitubrennsla

    Infrarauð sauna hækkar hjartsláttinn sem ýtir undir aukna brennslu og styður við þyngdartap

  • Detox

    Hitinn, virkir afeitrunarferla líkamans, lætur þig svitna og hreinsar út óæskileg efni

  • Betri svefn

    Slökun og streitulosun ýtir undir dýpri svefn og bætt svefngæði

  • Streitulosun

    Slökun í sauna pokanum hjálpar við að draga úr streitu og kemur þér í afslappað slökunarástand

  • Betri húð

    Með auknu blóðflæði, svitnun og infrarauðu ljósi stuðlar þú að hreinni og heilbrigðari húð

1 of 6

Notkunarleiðbeiningar

- Leggðu pokann á flatt undirlag eins og rúmið, sófann eða gólfið. Notaðu fjarstýringuna til að stilla hitastigið og byrjaðu að hita pokann.

- Þú getur verið í eða án fatnaðs í pokanum.

- Við mælum með að nota pokann í 30-60 mínútur til að hámarka virkni infrarauðu ljósanna á húðina og líkamann.

- Eftir notkun er gott að opna pokann alveg, spreyja hann að innan með sápu eða sótthreinsandi efni og þurrka. 

Algengar spurningar (FAQ)

Hvernig er best að þrífa pokann?

Það er ótrúlega auðvelt og tekur innan við mínútu. Þú einfaldlega opnar pokann alveg, spreyjar með sápu eða sótthreinsandi efni og þurrkar vel.  

Hver er munurinn á infrarauðum sauna poka og infrarauðum sauna klefa?

Þessi sauna poki gefur frá sér sömu infrarauðu ljós og hita eins og hefðbundin infrarauður sauna klefi. Pokinn hinsvegar gerir þér kleift að vera nær infrarauðu ljósunum sem skilar sér í áhrifaríkari meðferð. Pokinn er að auki töluvert hagstæðari og meðfærilegri kostur heldur en klefi.

Hversu oft ætti ég að nota pokann?

Við mælum með að nota pokann um 2-3x í viku. En þú getur notað hann eins oft eða sjaldan og þér hentar

Eru svona sauna pokar öruggir?

Þessi poki stenst allar öryggiskröfur og hefur verið vottaður af ARTG í Ástralíu sem viðurkennt lækningartæki. Pokinn er unninn úr hágæða efnum sem þola mikinn hita og eru vatnsheld. Pokinn gefur einnig frá sér gríðarlega litla rafsegulmengun.

Er hægt að stilla hitastigið á pokanum?

Pokinn kemur með stillanlegri hitastýringu svo þú getur stillt hitastigið eftir þínum þörfum. Við mælum með að byrja á lægri hitastillingu og vinna þig með tímanum rólega upp í hærri hitastig. Hitann er auðvelt að stilla með fjarstýringu sem er föst á pokanum.

Hitastigið á pokanum er hægt að stilla frá 25 upp í 80 gráður

Customer Reviews

Based on 6 reviews
83%
(5)
0%
(0)
17%
(1)
0%
(0)
0%
(0)
H
Hekla Adalsteinsdottir
Infrarauður sauna poki

Búin að nota hann nánast daglega síðan ég fékk hann og er sjúklega ánægð, finn muninn á húðinni og svo er þetta góð djúp slökun og líkamleg líðan betri.

A
Auður Hjaltadóttir
Infrarauður sauna poki

Svo dásamlegt að leggjast í hitann þegar verkirnir eru slæmir. Það léttir huga og líkama.

E
ERNA
Mæli svo með

Búin að nota pokann núna í rúman mánuð ca. Farið 3-4 í hann í viku. Sef betur, mýkri líkami og húðin betri. Finnst geggjað að henda mér í hann eftir lyftingaæfingu og slaka á í 40-50 mín. Sé ekki eftir því að hafa keypt hann👏

H
Helga Kristófersdóttir
Infrarauður sauna poki

Ég keypti þennan poka. Hafði heyrt að hann virkaði. Hann gerir það svo sannarlega. Mæli svo sannarlega með honum. Ekki löng reynsla komin en finn samt mun á líðan í líkamanum. Og er ótrulega afslöppuð eftir notkunina. :-)

E
Ellý Gunnlaugsdóttir
Inn rauður sauma poki

Ég er mjög ánægð með vöruna