CHROMA
SKY PORTAL 2.1 Dagsbirtulampi
SKY PORTAL 2.1 Dagsbirtulampi
Greiðsludreifing í boði með Netgíró
ATH - Sérpöntun - AFHENDINGARTÍMI: 2-4 VIKUR
SKY PORTAL 2.1 Dagsbirtulampi (480nm Sky Blue + HiFi White)
WHITE SKY PORTAL ljósið er hin fullkomna lausn fyrir fólk sem vinnur inni við tölvu allan daginn og fær takmarkaða dagsbirtu.
WHITE SKY PORTAL dagsbirtulampinn er vandað "full spectrum" ljós sem er sérhannað til að líkja eftir náttúrulegri dagsbirtu. Ljósið hjálpar þér að skerpa á einbeitingu, bæta andlega líðan og vinna gegn skammdegisþunglyndi ásamt því að stilla líkamsklukkuna þína sem tryggir eðlilega hormónastarfsemi, betri svefngæði og alhliða heilsu.
Ólíkt öðrum dagsbirtu lömpum, þá er WHITE SKY PORTAL eina ljósið á markaðnum sem inniheldur allar bylgjulengdir.






FÁÐU HIMININN INN Á SKRIFSTOFUNA

(Næst)besta ljósið í lífinu þínu!
Eins og við öll vitum þá er sólin besta ljós sem við komumst í og nauðsynlegt fyrir góða heilsu. En WHITE SKY PORTAL himinljósið er næst besti kosturinn og fullkomin lausn fyrir þá sem búa á norðurslóðum eins og okkur.
-
Birtan úti er alla jafna ~100x meiri en innandyra. Yfir dimman vetrartímann eða þegar við eyðum öllum deginum innandyra er því erfitt fyrir líkamann að fá þau nauðsynlegu skilaboð, sem hann fær vanalega frá sólinni, um að það sé dagur. Á veturna ýtir þetta undir meiri depurð, skammdegisþunglyndi, aukna þreytu, skertari einbeitingu og verri svefngæði.
-
WHITE SKY PORTAL himinljósið er gæðamesti dagsbirtu lampi sem þú finnur. Með því að nota hann daglega líkir þú eftir náttúrulegu umhverfi utandyra og tryggir þannig aukna andlega líðan og betri einbeitingu yfir daginn og bætt svefngæði á nóttunni.